Truflun í flutningskerfi

27. mars 2018 kl. 13:08

Bilun er í flutningskerfi Landsnets á Vestfjörðum. Verið er að vinna í að koma rafmagni aftur á þá staði sem misstu rafmagn.

Bilun á Rauðasandslínu

27. mars 2018 kl. 12:42

Vegna óveðurs og ísingar getur þurft að rjúfa Rauðasandslínu í dag og geta orðið rafmagnstruflanir á henni fram eftir degi.  Þetta er loftlínan sem liggur frá Hvalskeri yfir á Rauðasand, Hvallátra, Breiðuík, Örlygshöfn og sveitirnar þar fyrir utan.

Truflanir á varaafskeyrslu

27. mars 2018 kl. 00:28

Við lok á varaaflskeyrslu verður rafmagnslaust í stutta stund þar sem bilun í búnaði ræður ekki við samtengingu við Bíldudalslínu.  Verður prófað að færa aflflutning yfir á línuna.

Varaaflskeyrsla á Bíldudal

26. mars 2018 kl. 21:21

Eftir viðgerð í rafstöðinni á Bíldudal er varaafl komið í gang á fullum afköstum og ættu allir að hafa verið komnir með rafmagn um kl. 21:18.

Bíldudalslína 2 tollir ekki inni

26. mars 2018 kl. 20:12

Vegna truflana á Bíldudalslínu verður ræst upp varaafl á staðnum, notendur ættu að vera komnir með rafmagn innan fárra mínútna.

Eldri færslur