Vesturlína leysir út

16. febrúar 2009 kl. 14:13
Vesturlína Landsnets leysti út í Glerárskógum kl. 21:03 . Rafmagnslaust varð við það í Dölum, Reykhólasveit og á norðanverðum Vestfjörðum. Línan var spennusett aftur skömmu síðar og var rafmagn komið á um kl. 21:08.

Vesturlína komin inn.

24. janúar 2009 kl. 14:16
Kl. 22:46 var viðgerð lokið á Vesturlínu og línan sett inn kl.23:13.
Ekki er því þörf á frekari skömmtunum.
Eftir að Vesturlína var sett inn komu fram bilanir á 66kv Breiðadalslínu 1 og á 66kv Bolungarvíkurlínu 1, þessar bilanir ollu straumleysi við útslætti.
Spenna verður tekin eftir varaleiðum á meðan viðgerð stendur yfir.

Bilun í Mjólkárvirkjun

23. janúar 2009 kl. 14:17

Bilun varð í Mjólkárvirkjun kl. 23:45 og olli straumleysi á Norðanverðum Vestfjörðum.  Spennusett með varaafli því Vesturlína Landsnets er enn úti.

23.01.2009 R.E.

Vesturlína slær út.

22. janúar 2009 kl. 14:17

Vesturlína Landsnets sló út í Glerárskógum kl. 22:42. Línan kominn inn aftur kl. 22:53.
Vesturlína slær svo aftur út kl. 03:00 nú í Geiradal, spennusett með varaafli.

22-23.01.2009 R.E.

Núpslína tekin út

24. desember 2008 kl. 14:19

Núpslína við Dýrafjörð var tekin út kl. 12:20 í dag til viðgerðar á varhöldu. Áætlaður verktími um 45 mín. 

24.12.2008 R.E.

Eldri færslur