Rafmagnslaust á norðanverðum Vestfjörðum.

19. ágúst 2009 kl. 14:28
Þann 19. ágúst klukkan 13:15 leysti 66 kV aflrofi fyrir Breiðadalslínu út í Mjólkárvirkjun sem orsakaði rafmagnsleysi á norðanverðum Vestfjörðum. Orsök útleysingarinnar er ekki kunn að svo stöddu. Þar sem verið er að gera við Mjólkárlínu og nauðsynlegt að keyra varavélar á meðan til að anna eftirspurn, tók nokkurn tíma að samræma framleiðsluna og koma rafmagni aftur á alla notendur. Rafmagn var endanlega komið á alla notendur klukkan 13:56

Rafmagnslaust á norðanverðum Vestfjörðum.

18. ágúst 2009 kl. 18:56
18. ágúst kl. 16:40 leystu tveir aflrofar út samtímis í Mjólká, annars vegar 33 kV aflrofi fyrir Þingeyri og nágrenni og hins vegar 66 kV aflrofi Landsnets fyrir norðurhluta svæðisins. Orsök útsláttarins er ókunn að svo stöddu.
Byggðalínan var ekki í notkun vegna viðhalds og var þess vegna keyrt með díselvélum á svæðinu. Rafmagn var komið á alls staðar aftur kl. 17:45. Áætlað er að Byggðalína verði komin í notkun kl. 19:00.

Útleysing í aðveitustöð Breiðadal.

3. júlí 2009 kl. 08:02
2. júlí kl. 21:22 leysti út í aðveitustöð Breiðadal rofi fyrir útgang að spennistöð Holti. 
Bilun fannst í varnarliða í aðeitustöðinni og var rafmagn endanlega komið á kl. 23:18.

 

Útleysing á Bolungarvíkurlínu 2

8. maí 2009 kl. 08:43
Bolungarvíkurlína 2 leysti út á ísafirði og í Bolungarvík kl. 13:21. Orsök útleysingarinnar er ókunn en línan var tekin aftur í rekstur skömmu síðar. Ekkert rafmagnsleysi hlaust af útleysingunni.

Rafmagnstruflanir á Ísafirði

1. mars 2009 kl. 14:33

11 kV rafmagnsjarðstrengur bilaði á ísafirði í dag og olli nokkrum truflunum á dreifikerfinu.  Engin skerðing verður út af þessari bilun og aðrar leiðir notaðar þangað til viðgerð hefur farið fram.

H.V.M.

Eldri færslur