Útleysing á Bolungarvíkurlínu 1

9. október 2009 kl. 14:57
Bolungarvíkurlína 1 leysti út í Breiðadal og Bolungarvík kl. 13:00 en olli ekki rafmagnsleysi. Reynt var að setja liínuna inn aftur en hún fór jafnhraðan út. Orsök útleysingarinnar er ekki kunn þegar þetta er skrifað og mun viðgerð ekki hefjast fyrr en veðrið er gengið niður.

Útleysing á Þingeyrarbæjarlínu 1.

26. september 2009 kl. 14:53

 

Þingeyrarbæjarlína 1 leysti út í aðveitustöð Skeiði kl.14:36 og olli rafmagnsleysi á Þingeyri. Línan sett inn aftur kl. 14:46. Orsök útleysingarinnar er ókunn þegar þetta er skrifað.
 

Útleysing á Bolungarvíkurlínu 1.

26. september 2009 kl. 03:12
Bolungarvíkurlína 1 leysti út í Breiðadal og Bolungarvík kl.02:50 en olli ekki rafmagnsleysi. Línan sett inn aftur kl. 03:10. Orsök útleysingarinnar er ókunn þegar þetta er skrifað.

Útleysing á Hrafnseyrarlínu

14. september 2009 kl. 10:09
Hrafnseyrarlína leysti út í Mjólká kl.03:09 og olli tíu mínútna rafmagnsleysi í Arnarfirði og Dýrafirði. Línan leysti aftur út kl. 12:12 og komst rafmagn á aftur kl. 12:16. Orsök útleysingarinnar er ókunn þegar þetta er skrifað. Línan var tekin úr rekstri kl. 13:04 og er rafmagn nú flutt eftir varaleið.

Rafmagnslaust í Bolungarvík

26. ágúst 2009 kl. 11:58
Rafmagn fór af Bolungarvík kl. 11:40 þegar útsláttur varð á 11kV aflrofa í aðveitustöð Bolungarvík.  Rofinn var settur inn kl. 11:48.  Verið er að kanna orsök útsláttar.
Eldri færslur