Vírslit á Ögurlínu

7. mars 2013 kl. 16:48
Ögurkirkja
Ögurkirkja
Rafmagn fór af Ögurlínu í Djúpi um kl. 10:30 í morgun. Viðgerðarflokkur frá Hólmavík er kominn á staðinn og bilun er fundin. Binding hafði slitnað á staur á milli Látra og Birnustaða og brennt staur í sundur og síðan slitnað. Þegar þetta er skrifað er viðgerð í gangi og rafmagn ætti að komast á í kvöld kl 19:05 var viðgerð lokið allir í Djúpi með rafmagn.
Til baka | Prenta