Viðgerðir á suðursvæði

15. desember 2014 kl. 14:51

Búið var að koma rafmagni á alla notendur á Barðaströnd upp úr hádeginu, verið er að lagfæra síðustu tengingar í Tálknafirði og ætti það að klárast fyrir kvöldið, unnið er að lagfæringum í Ketildölum í Arnarfirði, Selárdalur ætti að vera kominn með rafmagn.  Ófært er enn að Hvallátrum en þangað ætti að vera orðið fært í fyrramálið og klárast viðgerð þá fyrir hádegið ef allt gengur eftir.

Til baka | Prenta