Viðgerðir á suðursvæði

13. desember 2014 kl. 16:27

Seinni partinn í gær komst rafmagn á í Grænuhlíð í Arnarfirði og út í Kollsvík, seint um  kvöldið kláraðist svo að reisa við Hjallatúnslínu og spennusetja.  Um kl. 14:30 í dag var svo hleypt á álmu út að Hreggstöðum á Barðaströnd og er komið rafmagn þangað.  Seinnipartinn í dag var farið var í að brjóta ísingu af Patreksfjarðarlínu út frá aðveitustöðinni á Keldeyri í Tálknafirði, ekki tókst að skipta um spenni á Hvallátrum vegan veðurs.  Nokkrir notendur eru enn án rafmagns en farið verður í viðgerðir um leið og veður lægir.

Til baka | Prenta