Viðgerðarflokkur á leið í Breiðadal

30. desember 2012 kl. 16:22
Viðgerðarflokkur er lagður af stað frá Ísafirði yfir í Breiðadal í Önundarfirði til að reyna að koma rafmagni á sveitirnar í firðinum en tekist hefur að koma rafmagni að Breiðadal frá Þingeyri. Rafmagn er komið á allstaðar á Ísafirði. Búið er að hreinsa ísingu af sveitalínu í Dýrafirði sem hafði verið biluð síðan í gær og komst rafmagn á hana upp úr klukkar tvö í dag. Rafmagn er skammtað í Dýrafirði. Snjóflóð féll á Hrafnseyrarlínu við Gljúfurá í Arnarfirði og er verið að meta aðstæður til viðgerða.

Til baka | Prenta