Viðgerð lokið á sveitalínu í Önundarfirði

29. janúar 2013 kl. 14:04
Búið er að gera við bilun sem varð á línu í Önundarfirði og er rafmagn komið á sveitina í Önundarfirði. Viðgerð stendur enn yfir á flutningslínu Landsnets í Dýrafirði. Allir notendur á Ísafirði eru nú með rafmagn en skömmtun er í Hnífsdal og Bolungarvík.
Til baka | Prenta