Viðgerð lokið á flutningslínum

1. janúar 2013 kl. 14:53

Viðgerð er lokið á flutningslínum Landsnets á Vestfjörðum. Nú er verið að hreinsa ísingu í tengivirki í Mjólkárvirkjun til að geta tengt saman flutningslinur. Ísafjörður og Bolungarvík hafa nú tengst Mjólkárvirkjun í gegnum línur OV og hefur keyrslu díselvéla verið hætt í Súðavík og á Suðureyri.

Þessa stundina er verið að vinna í því að koma rafmagni til Hólmavíkur og Reykhóla frá tengivirki Landsnets í Geiradal.

Unnið er að því að koma rafmagni á línur í Árneshreppi og í Ísafjarðardjúpi.  Vitað er um brotna staura á Gufudalshálsi.
´
Tilkynning rituð kl. 15:15

Til baka | Prenta