Útsláttur á Barðastrandarlínu

18. mars 2011 kl. 10:52

Þann 18.3.2011 kl. 01:16 sló út aflrofi fyrir Barðastrandarlínu í aðveitustöðinni að Drengjaholti á Patreksfirði.
Reynd var ein áhleyping á línuna en við það sló út annar aflrofi þannig að rafmagn fór af Patreksfirði í nokkrar mínútur.
Við frekari bilanaleit leysti aftur út aflrofi svo rafmagn fór af Patreksfirði í um mínútu kl. 05:35.
Bilun fannst á línunni kl. 06:35 og var línan slitin.
Línan var komin í rekstur kl. 09:18.

Til baka | Prenta