Útsláttur Tálknafjarðarlínu

5. júlí 2014 kl. 15:16

Um klukkan 14:24 í dag sló Tálknafjarðarlína út þannig að suðursvæði Vestfjarða varð rafmagnslaust, orsökin er trúlega samsláttur á línunni vegna hvassviðris, allt svæðið komið með rafmagn aftur um klukkan 14:36.

Tálknafjarðarlína er 66kV lína sem liggur frá tengivirki í Mjólká og í tengivirki á Keldeyri á Tálknafirði.

Til baka | Prenta