Útsláttur Tálknafirði og Bíldudal.

18. febrúar 2013 kl. 11:59
Hrafnin liggur í valnum.
Hrafnin liggur í valnum.
1 af 3
Miðvikudaginn 13. febrúar rétt fyrir hádegi sló út 66kV aflrofi fyrir Spenni 1 í aðveitustöðinni á Keldeyri í Tálknafirði. Útslátturinn gerði straumleysi í Tálknafirði og Bíldudal sem varði í um 10 mínútur.
Orsökin var Hrafn sem sest hafði ofan á spennin og fékk frekar kaldar móttökur frá háspennunni á 11kV hlið spennisins. Skammhlaupið í gegnum hrafninn fannst meðal annars í Mjólká, Þingeyri og Ísafirði og var endabúnaður háspennustrengs sem tengdur er í spenninn stórskemmdur.
Viðgerð var gerð á miðnætti þegar tekið var rafmagn af Tálknafirði og keyrt var varaafl á Bíldudal á meðan viðgerð stóð.
Til baka | Prenta