Útsláttur Patreksfjarðarlínu

7. febrúar 2015 kl. 10:36

Kl 07:10 varð útsláttur á Patreksfjarðarlínu, innsetning var reynd en tókst ekki.  Varaafl var ræst og voru allir komnir með rafmagn um kl 07:50.  Ekkert kom í ljós við línuskoðun en seltuveður hefur verið síðasta sólarhringinn og hefur svo seltunni skolað af þegar hlýnaði frekar og rigndi meira.  Línan komin í rekstur um kl. 10:21.

Til baka | Prenta