Útlsáttur á Tálknafirði og Bíldudal.

28. desember 2009 kl. 15:00
Hrafninn óheppni.
Hrafninn óheppni.
Rofi í aðveitustöðinni á Keldeyri sló út kl. 13:16 með þeim afleiðingum að rafmagn fór af Tálknafirði og Bíldudal. Innsetning rofans gékk vel en við nánari athugun í virkinu á Keldeyri fannst hrafn í strengklofi á 66/33/11kV spenni fyrir Tálknafjörð og Bíldudal og hafði hann orðið fyrir barðinu á reiði rafmagnsins. Búist er við að taka þurfi rafmagn af Tálknafirði og keira dísilvélar fyrir Bíldudal í nótt í um 1 klst til að ná hrafninum niður og yfirfara endabúnað.
Til baka | Prenta