Útleysing á Vesturlínu.

14. mars 2011 kl. 19:35
Kl. 18:51 leysti Vesturlína Landsnets út. Straumleysi er hjá notendum á Vestfjörðum en uppkeyrsla díselvéla er hafin. Ekki er vitað hvað olli útleysingu en vont veður er á svæðinu.
Kl. 19:35 lauk straumleysi á Vestfjörðum.
15.3.2011  Í ljós kom að orsök bilunar á Vesturlínu var að stæða nr. 5 í línunni féll. Stæðan er á bökkum Hrútafjarðarár skammt frá tengivirkinu í Hrútártungu.  Stæðan féll vegna landbrots af völdum vatnavaxta í ánni.
Viðgerð stendur yfir og mun ljúka síðar í dag.
Myndin var tekin í gær skömmu áður en stæðan féll.
kl. 15:45 Línan tekin aftur í rekstur.
Til baka | Prenta