Útleysing á Hrafnseyrarlínu

26. desember 2013 kl. 01:51

Hrafnseyrarlína, Þingeyrarlína og Breiðadalslína 2 leystu allar út kl. 01:28.  Þetta eru 33 kV línur sem liggja frá Mjólká gegnum Hrafnseyri og Þingeyri að aðveitustöð í Breiðadal.  Reynd var innsetning á Hrafnseyrarlínu án árangurs. Breiðadalslína 2 og Þingeyrarlína voru spennusettar kl. 01:43 og komst með því aftur á rafmagn á Dýrafjörð og norðanverðan Arnarfjörð þ.e. Hrafnseyri, Auðkúlu og Tjaldanes.

Til baka | Prenta