Útboð - færsla á rafveitu- og vatnslögnum vegna ofanflóðavarna á Ísafirði

14. september 2012 kl. 14:42

Útboð - færsla á rafveitu- og vatnslögnum v/ofanflóðavarna á Ísafirði

Framkvæmdasýsla  ríkisins,  f.h.  Ísafjarðarkaupstaðar  og  Ofanflóðasjóðs, óskar eftir tilboðum í verkið Ofanflóðavarnir Ísafirði - Færsla á rafveitu- og vatnslögnum.

Verkið  er  fólgið  í  lagningu  rafstrengja  vatnslagna  í  nýja  legu frá aðveitustöð   Orkuveitu   Vestfjarða   að   austan  að  tengistöðum  vestan væntanlegra  varnargarða. Útvega skal og leggja um 2600 m af ø225 - ø280 mm af  kaldavatnslögnum  úr  plasti  og leggja um 1900 m af 11 kV strengjum og tæplega  1000  m  af  ídráttarrörum og jarðvír í um 1250 m af lagnaskurðum.

Verkið  skal  vinna  í  áföngum  og gengið að fullu frá hverjum áfanga jafn óðum. Vinnusvæðið er um 1 km á lengd í fjallshlíð fyrir ofan Ísafjörð neðan við  svokallaðan Gleiðarhjalla í Eyrarfjalli. Að hluta til er vinnusvæðið í malbikaðri  götu, Urðarvegi. Aðkoma að vinnusvæðinu verður frá Urðarvegi og eftir bráðabirgðavegi  sem  leggja  skal  frá  vegi  að Grænagarðsnámu til tenginga við vinnusvæðið.

Helstu magntölur eru:

Lagnaskurðir                 1.255 m

Upprif á malbiki              250 m²

Göngubrýr                        5 stk.

Bráðabrigðavegir              300 m

Frágangur yfirborðs       2500 m²

PEH ø225                     1.435 m

PEH ø250                        369 m

PEH ø280                        786 m

Lagning á 11 kV             1890 m

Lagning á jarðvír              975 m

Lagning á fjarskiptaröri     975 m

Vettvangsskoðun  verður  haldin 26. september 2012 kl.13:00  á verkstað við vatnstanka Ísafjarðarbæjar  að viðstöddum fulltrúa verkkaupa.

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 1. júlí 2013.

Útboðsgögn  verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C,  105  Reykjavík frá og með þriðjudeginum 18. september 2012. Útboðsgögn verða  ennfremur  til  sýnis hjá Tæknideild Ísafjarðarbæjar. Tilboðin verða opnuð  hjá  Ríkiskaupum,  4.  október  2012  kl.  14:00  að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Til baka | Prenta