Útboð - Háspennustrengir Eyrarhlíð og Bolungarvík

4. maí 2010 kl. 13:33
 

 

 

 

Útboð BV2-02

 

Háspennustrengir við Hnífsdalsveg

Jarðvinna og lagning

Landsnet óskar eftir tilboðum í jarðvinnu og lagningu tveggja háspennustrengja milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur, ásamt gerð göngustígs ofan Hnífsdalsvegar í samræmi við útboðsgögn BV2-02.

Verkið felur í sér lagningu tveggja háspennustrengja 66 kV og 11 kV frá tengivirki við Stóruurð á Ísafirði að gangamunna Bolungarvíkurganga í Hnífsdal og frá gangamunna í Bolungarvík að tengivirki við Múrhúsaland í Bolungarvík, alls um 6,5 km. Verkið felur einnig í sér gerð göngustígs meðfram Hnífsdalsvegi, um 3 km leið.

Helstu verkliðir eru:

 

  • Skurðgröftur, lagning háspennustrengja, söndun, lagning aðvörunarborða, fylling, jöfnun og frágangur yfirborðs, 6,5 km. 
  • Aðstöðusköpun í 5 tengiholum.
  • Gerð göngustígs, 3 km.

 

Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík frá og með þriðjudeginum  4. maí 2010.

Tilboðum skal skila til skrifstofu Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík fyrir kl. 13:00 miðvikudaginn 19. maí 2010. Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 14:00 að Gylfaflöt 9, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Til baka | Prenta