Truflun í hitaveitu á Ísafirði

4. október 2016 kl. 11:13

 

Íbúar á Ísafirði athugið.

Á fimmtudagskvöldið 6. Október klukkan 24:00 verður kyndistöðin í Mjósundum á Ísafirði stöðvuð í um það bil 1 ½ klukkustund  Á meðan verður engu vatni dælt um kerfi veitunnar á Eyrinni á Ísafirði.  Engin truflun verður á afhendingu hita í Holta eða Tunguhverfinu. 

Þetta er vegna, smávægilegs viðhalds í kyndistöð sem ekki er hægt að framkvæma án þess að stöðva dælingu.  Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta veldur.


Orkubú Vestfjarða

Til baka | Prenta