Truflun á raforkukerfinu.

9. september 2010 kl. 15:50
Kl. 11:15  varð truflun á raforkukerfinu sem olli straumleysi hjá stóriðjunotendum og nokkurri spennuhækkun á veitusvæði Orkubús Vestfjarða.

Í tilkynningu frá Landsneti segir:

Orsök truflunar er á þessu stigi rakin til bilunar í rafbúnaði hjá Norðuráli á Grundartanga. Ekki varð um rof á afhendingu frá flutningskerfinu til almenningsveitna en talsverður óróleiki varð á spennu á Norður- og Austurlandi, þar sem miklar álagsbreytingar urðu við útleysingu stóriðju. Verið er að koma rekstri aftur í eðlilegt horf.

Til baka | Prenta