Vegna vinnu í Mjólká fór spenna af Dýrafirði í tvígang í morgun. Varaafl er nú keyrt á Þingeyri fyrir Dýrafjörð.
Ekki er vitað um orsök þessa en unnið er að greiningu.
Í Arnarfirði er nú rafmagnslaust á Hrafnseyri, Auðkúlu ásamt endurvörpum á Tjaldanesi og Laugabólsfjalli.
Varaafl kemur inn á endurvarpsstöðvum en búast má við að þetta ástand vari fram eftir degi.