Truflanir á Ströndum

16. febrúar 2016 kl. 09:07

Miklar rafmagnstruflanir hafa verið á Ströndum og í Inndjúpi. Þetta byrjaði með útslætti í Inndjúpi kl:22:36 í gærkvöldi.  Ekki gekk strax að koma því inn vegna endurtekins útsláttar en það hafðist og var allt komið í eðlilegt horf um kl.22:54.

Um kl. 03:41 sló út Glerárskógarlínu og varð við það rafmagnslaust á öllu svæðinu. Varaafl var sett í gang en erfiðlega gekk að koma því á vegna samskiptaörðuleika við Þverárvirkjun og spennistöðvar í fjargæslu.

Þegar Glerárskógalína var búin að vera inni í svolítinn tíma sló út Hólmavíkurlína 2 sem er aðflutningslínan okkar frá tengivirkinu í Geiradal. Byrjaði þá allt uppá nýtt að koma varaaflinu inná aftur. Þetta hafðist allt þótt hægt gengi og eru allir komnir með rafmagn núna. Byrjað er að lægja veður og búið er að setja rafmagn aftur á aðflutningslínuna og tollir hún inni. Við það er allt rafmagnskerfið að komast í eðlilegar skorður.

Til baka | Prenta