Tjón á flutnings- og dreifikerfi rafmagns á Vestfjörðum

8. desember 2015 kl. 14:35

Ljóst er að mjög mikið tjón hefur orðið á dreifi- og flutningskerfi raforku á Vestfjörðum í því óveðri sem gengið hefur yfir.

Enn eru viðskiptavinir á nokkrum stöðum rafmagnslausir í dreifbýlinu svo sem í Önundarfirði, Dýrafirði, Arnarfirði, Arnarnesi, Tálknafirði og í Ísafjarðardjúpi.

Vinnuflokkar eru við störf vítt og breytt og freista þess að koma rafmagni á sem víðast.  Skammtanir eru í gangi á Þingeyri og í Súðavík.

Fjöldi staura eru brotnir og aðrir minna laskaðir.  Í flutningslínu Landsnets Breiðadalslínu 1 66 kV eru 17 stæður brotnar og er ekki búið að skoða alla línuna.  Yfir 100 staurar eru brotninr í háspennulínum Orkubúsins þar af um 50 staurar í Breiðadalslínu 2 sem er 33 kV lína milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar.  Ekki er búið að skoða allar línur.

Verið er að taka saman frekari upplýsingar um þetta mikla tjón og skipuleggja viðgerðarvinnu.

Til baka | Prenta