Þingeyri sambandslaus

9. desember 2014 kl. 02:02

Breiðadalslína 2, sem liggur á milli Þingeyrar og Breiðadals, sló út kl. 01:18. Reynt var að spennusetja línuna frá Breiðadal, en hún leystu umsvifalaust út aftur. Reynt var að spennusetja Þingeyri frá Mjólká, en það tókst heldur ekki. Báðar aðflutningslínurnar að Þingeyri eru þannig í ólagi og verður ekki reynt að spennusetja þær frekar í nótt. Verið er að koma varavélum í gang á Þingeyri og má búast við skömmtunum í Dýrafirði það sem eftir lifir nætur.

Til baka | Prenta