Strengbilun Patreksfirði

5. október 2015 kl. 02:45

Um kl. 23:00 þann 4. Okt. 2015 varð bilun í götuljósastreng við Aðalstræti 25 á Patreksfirði. Nokkuð neistaflug var úr holu sem grafin hafði verið í síðustu viku og var slökkvilið mætt á staðinn en síðan afturkallað. Um 2 klst rafmagnsleysi varð á húsum í Aðalstræti 1-25 og Þórsgötu 1 og 2 til öryggis meðan fundið var út úr biluninni og til að útiloka frekari hættu. Götulýsing á stórum hluta Vatneyrar verður úti í nótt en verður með eðlilegum hætti að kvöldi 5. Okt.

Til baka | Prenta