Straumleysi í Neista Ísafirði

23. júlí 2014 kl. 11:14

Í kvöld, miðvikudaginn 23. Júlí klukkan 20:30 verður rafmagn tekið af Hafnarstræti 9-13, Neista á Ísafirði.  Ástæðan er að jarðvinnuverktaki skemmdi heimtaugarstrenginn og þurfum við að taka af honum spennuna á meðan á viðgerð stendur.  Áætlað er að viðgerðin taki innan við klukkustund. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur.

Til baka | Prenta