Straumleysi 6. október.

6. október 2010 kl. 15:56
Við úttekt á háspennulínu sem liggur milli Bolungarvíkur og Breiðadals í Önundarfirði, vegna vinnu í tengivirki í Bolungavík voru gerð mistök í stjórnstöð Landsnets í Reykjavík, sem orsökuðu stutt straumleysi á Ísafirði og Hnífsdal, Súgandafirði, Önundafirði og Álftafirði. Straumleysi varði frá 13:20 til 13:22 og til 13:24 í Álftafirði. Í Bolungarvík var keyrt varaafli vegna viðhaldsvinnu í virki og varð því ekki straumleysi þar.
Til baka | Prenta