Straumlaust er í Árneshrepp.

25. janúar 2012 kl. 14:08
Í dag varð straumlaust norðan Steingrímsfjarðar kl. 14:40. Farið var strax í að athuga hvað væri að. Komið var rafmagn á Bjarnafjörð og Drangsnes kl 15:30 einnig kom rafmagn á Djúpuvík og að Bæ Árnehrepp skömmu síðar.
Bilun er á Gjögurálmu ófundin, brotinn staur og slit er skammt frá Melum. Rafmagn fer nú frá Hólmavík um sæstreng yfir Steingrímsfjörð til þeirra sem hafa rafmagn norðan við Hólmavík. Nú er rafmagnslaust í Árneshrepp norðan við Bæ. Mikil ísing er á svæðinu, mikið hefur snjóað og mjög mikill vindur. Veðurútlit er þannig að varla verður gert við þessar bilannir fyrr en á morgun þegar veður skánar.
Á sama tíma slitnuðu a.m.k. tveir vírar í aðallínu sem liggur frá Hólmavík að Stakkanesi sem er fæðilína fyrir Djúp og Árneshrepp. Af þessum sökum er núna einn bær straumlaus ásamr útihúsum.
Til baka | Prenta