Staðan kl. 11:30

8. desember 2015 kl. 11:13

Búið er að koma rafmagni á Ísafjarðarlínu sem er flutningslína Landsnets milli Ísafjarðar og Breiðadals. Þar með er komið rafmagn á Flateyri og hefur keyrslu varaafls verið hætt þar. Verið er að reyna að koma rafmagni á sveitina í Önundarfirði. Staurar eru brotnir í Súðavíkurlínu og er varaafl keyrt í Súðavík.

Í Dýrafirði er vitað um brotna staura á nokkrum stöðum og er flokkur á leið þangað til að meta umfangið. Varaafl er keyrt á Þingeyri og er rafmagni skammtað.

Viðgerðarflokkur er á leið í Ísafjarðardjúp en rafmagnslaust er á nokkrum stöðum þar.

Í morgun tókst að koma rafmagni á Barðstrandarlínu. Tveir staurar eru brotnir í loftlínu í Tálknafirði og er rafmagnslaust á einhverjum stöðum í firðinum en þorpið sjálft er með rafmagn.

Til baka | Prenta