Staðan í raforkumálum 29.1.2013 kl. 10:15

29. janúar 2013 kl. 10:13

Vegna veðurs þá gengur seint að gera við bilanir á aðflutningslínum til norðursvæðisins. Skammtað mun verða í Bolungarvík á svipaðan hátt og gert var í gær og hefjast þær skammtanir eftir hádegið. Rafmagnslaust verður í sveitum í Önundafirði fram eftir degi. Línan sem fæðir Þingeyri frá Mjólká bilaði seint í gær og hafa díselvélar verið keyrðar á Þingeyri síðan þá. Nauðsynlegt er að skammta á Þingeyri, Flateyri, Suðureyri. Dregið verður úr skömmtunum á Ísafirði eftir hádegi.

Til baka | Prenta