Staðan á hádegi sunnudaginn 13.desember...

13. desember 2015 kl. 14:00
Unnið að viðgerð í Arnarfirði
Unnið að viðgerð í Arnarfirði
1 af 2

Varaaflsvélar Landsnets í Bolungarvík sjá norðanverðum Vestfjörðum enn fyrir rafmagni að undanskildum Þingeyri og Súðavík en þar sjá varaaflsvélar Orkubúsins íbúum fyrir rafmagni. Hvergi er um skömmtun að ræða en fólk er hvatt til að fara sparlega með rafmagn í ljósi aðstæðna.

Landsnet vinnur að viðgerð á aðalflutningslínu sinni frá Mjólká að Breiðadal og líkur viðgerð línunnar væntanlega á morgun.

Orkubúið vinnur að viðgerð á línunni milli Mjólkár og Þingeyrar og líkur viðgerð línunnar væntanlega á morgun. Orkubúið vinnur einnig að viðgerð á Súðavíkurlínu og er vonast til að hægt verði að taka línuna í rekstur í kvöld.

Lokið var við viðgerð á Ingjaldssandslína á laugardag og flugvallarlínu í Önundarfirði á föstudag og voru þá öll byggð ból á Vestfjörðum komin með rafmagnstengingu á ný.

Lágt er undir flugvallarlínu í Önundarfirði og Ingjaldssandslínu og er fólk beðið að gæta varúðar af þeim sökum.

Til baka | Prenta