Staðan á hádegi föstudaginn 11.desember...

11. desember 2015 kl. 13:07
Unnnið að viðgerð á Núpslínu
Unnnið að viðgerð á Núpslínu
1 af 3

Varaaflsvélar Landsnets í Bolungarvík sjá norðanverðum Vestfjörðum enn fyrir rafmagni að undanskildum Þingeyri og Súðavík en þar sjá varaaflsvélar Orkubúsins íbúum fyrir rafmagni. Hvergi er um skömmtun að ræða en fólk er hvatt til að fara sparlega með rafmagn í ljósi aðstæðna.

Landsnet vinnur að viðgerð á aðalflutningslínu sinni frá Mjólká að Breiðadal og eru þar nú rúmlega 20 menn að störfum. Í línunni eru 17 staurastæður brotnar og nokkrar laskaðar. Landsnet reiknar nú með að ljúka viðgerð á sunnudag og þá verður hægt að stöðva varaaflsvélarnar í Bolungarvík.

Orkubúið vinnur að viðgerð á línunni milli Mjólkár og Þingeyrar þar sem 7 staurar eru brotnir og nokkrir laskaðir. Vonast er til að þeirri viðgerð ljúki einnig á sunnudag verður þá díselkeyrslu á Þingeyri hætt.

Ingjaldssandslína reyndist meira brotin en talið var en reynt verður að ljúka viðgerð sem fyrst.

Unnið hefur verið að viðgerð til þess að koma rafmagni á bæi í norðanverðum Dýrafirði sem hafa verið án rafmagns síðan á mánudagskvöld. Þetta eru bæirnir frá Lækjarósi að Alviðru. Viðgerð var talið lokið og reynt að spennusetja s.l. nótt en spennusetning tókst ekki. Starfsmenn OV voru orðnir örþreyttir og hurfu frá við svo búið því ekki þótti líklegt að truflanavaldurinn finndist í myrkrinu. Í morgun var síðan farið yfir kerfið, truflanavaldurin fundinn og kerfið spennusett nú í hádeginu.  

Þá eru allir bæir í norðanverðum Dýrafirði komnir með rafmagn nema Klukkuland sem kemur væntalega inn síðar í dag og Gerðhamrar sem bíða enn um sinn.

Til baka | Prenta