Staða mála á nýársdagsmorgni.

1. janúar 2013 kl. 10:38
Starfsfólk Orkubús Vestfjarða óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Viðgerðaflokkar eru nú lagðir af stað til viðgerða á rafmagnslínum. 
Frá Hólmavík fer vinnuflokkur á Trékyllisheiði og skoðar Norðurlínu yfir í Árneshrepp.
Frá Patreksfirði fer vinnuflokkur til viðgerða á Tálknafjarðarlínu.
Frá Ísafirði fer vinnuflokkur til viðgerðar á Breiðadalslínu eitt þar sem bilun fannst upp af Kjaransstaðardal.

Í gærkvöldi tókst að koma spennu frá Mjólká til Önundarfjarðar eftir að starfsmenn í Mjólkárvirkjun höfðu lagfært Hrafnseyrarlínu.  Díselkeyrslu lauk á Flateyri og Þingeyri á tíunda tímanum í gærkvöldi.

Ekki tókst að koma spennu frá Breiðadal til Ísafjarðar og Bolungarvíkurlínu og er ennþá keyrt varaafl þar ásamt því sem díselvélar eru keyrðar í Súðavík og á Suðureyri.
Vonir standa til þes að keyrslu varaafls á  þessu svæði ljúki um miðjan dag í dag eftir viðgerðir.

Í Ísafjarðardjúpi er nokkuð tjón á línum en rafmagn er á öllum húsum með búsetu eftir því sem best er vitað.

Landsnet á von á að vinnu við Geiradalslínu í Sælingsdal ljúki í dag og verður þá hægt að ljúka díselkeyrslu á Hólmavík og Reykhólum sem sjá Ströndum og Reykhólasveit fyrir rafmagni ásamt Þverárvirkjun.

Ísafirði. kl. 10:55
Til baka | Prenta