Rauðasandslína bilun

11. desember 2014 kl. 03:03

Bilun kom upp í Rauðasandslínu milli kl 4 og 6 í dag þann 10.12.2014 sem olli því að línan sló út. Ekki er nákvæmlega vitað hvað veldur en með aðstoð björgunarsveitar tókst að koma straum að Lambavatni á Rauðasandi.

Vitað er af bilun við Melanes á Rauðasandi þar sem brotinn er staur vegna ísingar en björgunarsveitir hafa unnið að því í kvöld að hreinsa ísingu sem er að sliga línuna og bilanaleita hana. Ráðist verður í frekari bilanaleit og viðgerðir í fyrramálið.

Til baka | Prenta