Rafmagnsviðgerðir á suðursvæði

11. desember 2014 kl. 11:02

Verið er að bilanaleita framhaldið af Rauðasandslínu frá Lambavatni og út á Hænuvíkurháls, farið verður um hádegi í bilanaleit á Sellátralínu í Tálknafirði og byrjað á viðgerð á loftlínum fyrir innan þorpið á Tálknafirði.  Línuslit er á Rauðasandi og álma úr Barðastrandarlínu að Hreggstöðum er slitin, þessi tvö slit verður reynt að lagfæra í dag og á morgun.

Til baka | Prenta