Rafmagnstruflanir í Önundarfirði

24. desember 2013 kl. 13:47

Bilun er á loftlínu frá Flateyri að Klofningsdal.  Bilun þessi hefur í tvígang tekið út dreifikerfið á Flateyri.  Ekki er vitað hvað veldur því að Klofningslínan tollir ekki inni og verður það ekki kannað fyrr en veður lægir.  Línan er því spennulaus, en hún þjónar endurvarpsstöð fyrir Ingjaldssand og Valþjófsdal.  Haft verður samband við notendur.

Til baka | Prenta