Rafmagnstruflanir á sunnanverðum Vestfjörðum

27. desember 2016 kl. 17:08

Rafmagn fór af Barðastrandarlínu um kl. 16:06 í dag, línan var komin inn um 2 mínútum seinna og tollir inni, rafmagnslaust varð í Ketildölum á svipuðum tíma og er leitað að bilun þar.  Einnig er rafmagnslaust í Kollsvík og trúlega á Hænuvíkurhálsi samkvæmt upplýsingum frá notanda.  Eldingaveður gekk yfir á þessum tíma en virðist hafa dregið úr því veðri.  Reynt verður að koma rafmagni á alla notendur í kvöld ef færð og veður leyfir.

Til baka | Prenta