Rafmagnstruflanir á Vestfjörðum

3. desember 2009 kl. 07:26
 

Rafmagn fór af norðanverðum vestfjörðum í gærkveldi þegar Mjólkárlína Landsnets sló út kl 21:27.
Rafmagnslaust varð vegna þessa í Önundarfirði, Súgandafirði, Ísafirði, Bolungarvík og Álftarfirði.  Rafmagnslaust var  í  um 7  mínútur.


Einnig hafa verið rafmagnstruflanir á Ströndum.  Miklar truflanir byrjuðu á Drangsneslínu um kl. 20:00.  Ísing var og mikil hreyfing á línunni.  Árneshreppur var án rafmagns í um klukkustund og varaafl keyrt á Drangsnesi um tíma. 
Einnig voru truflanir á Þorpalína í Steingrímsfirði, sem sló út kl. 22:35 og fannst bilun við Þorpa, Steingrímsfirði. 

Þá voru truflanir á Króksfjarðarneslínu og er línan slitin á fimm stöðum í Gilsfirði og er rafmagnslaust þar á tveim  bæjum, en viðgerð stendur yfir. 

Rafmagnstruflanir urðu í Ísafjarðardjúpi og er keyrt varaafl á hluta djúpsins frá Reykjanesi

Til baka | Prenta