Rafmagnstruflanir á Svæði 3 8.feb

9. febrúar 2014 kl. 03:55

Bilanir hafa verið á línum á Svæði 3 vegna veðurs og ísinga.

Fyrst skal telja Gilsfjarðarlínu en þar slitnaði vír. Viðgerð var lokið á henni kl. 00:45 og komst þá rafmagn aftur á Gróustaði og Garpsdal. Kollafjarðarlína slitnaði í nágreni Hofstaða ca. kl. 20:15. Viðgerð var lokið um kl. 00:15 og komst þá rafmagn aftur á bæi í Gufudalssveit. Drangsneslína slitnaði í Heykleif um kl. 23:30. Díselvél var ræst á Drangsnesi og var hún komin með rafmagn á Drangsnes og Bæ uppúr kl. 01:00. Viðgerð á línunni var lokið um kl:04:00

Til baka | Prenta