Rafmagnstruflanir á Ísafirði

26. janúar 2012 kl. 23:02
Í kvöld kl. 22:38 leystu út tveir háspennurofar í deilistöð Orkubúsins í Mánagötu.  Við þetta fór rafmagn af hluta eyrarinnar á Ísafirði sem og Hnífsdalur.  Rafmagn var aftur komið á kl. 22:45. 
Kl. 23:42 leystu sömu rofar út og fyrr um kvöldið með sömu afleiðingum og voru settir inn aftur kl. 23:50.  Komið hefur í ljós að orsök útleysingar má rekja til bilunnar í búnaði í spennistöð sem staðsett er í Bolungarvíkurgöngum.  Vegna þessa er annar spennir af tveimur í göngunum úr rekstri og full lýsing ekki á nema helmingi ganganna.
Til baka | Prenta