Rafmagnstruflanir í Arnarfirði

12. ágúst 2016 kl. 14:04

Mánudaginn 15. ágúst n.k upp úr klukkan 9 að morgni, munu verða truflanir á afhendingu rafmagns í kringum Mjólkárvirkjun.  Þetta á við Hrafnseyri, Tjaldanes, Auðkúlu og á Laugababólsfjalli.  Þetta stafar af flutningi aflstrengja í Mjólkárvirkjun vegna framkvæmda við endurnýjun á búnaði vélar 1 í Mjólká.  Gera má ráð fyrir að straumleysið muni vara í 2 - 3 klukkustundir.

Til baka | Prenta