Rafmagnsleysi í neðri hluta Holtahverfis og víðar í Skutulsfirði.

22. apríl 2014 kl. 08:33

Á morgun miðvikudaginn 23 apríl má búast við straumleysi í stutta stund í kringum hádegið í neðri hluta Holtahverfis, Arnardal, Flugvellinum, Funa og hverfinu þar um kring.  Verið er að tengja streng við nýju aðveitustöðina á Skeiði.  Keyrðar verða dieselvélar í Súðavík á meðan á þessu stendur og eiga því notendur ekki að verða varir við truflun, utan straumleysis í skamma stund fyrir hádegi.

Til baka | Prenta