Rafmagnsleysi í Önundarfirði

2. febrúar 2016 kl. 17:02

Í fyrramálið 3. febrúar klukkan 9 verður rafmagn tekið af hluta sveitarinnar í Önundarfirði.  Af Hólslínu innan við Holt.  Einnig verður tekið rafmagn af Inggjaldsandi.  Verið er að leggja af tengistaur á Mosvallahálsinum og skipta um vír á hluta Ingjaldssandslínu.  Vonast er til að þessum aðgerðum ljúki upp úr hádegi.

Til baka | Prenta