Rafmagnsleysi á norðanverðum Vestfjörðum

27. janúar 2013 kl. 10:56
Um áttaleytið í morgun slógu báðar orkuflutningslínur sem liggja til norðanverðra Vestfjarða út. Ekki er vitað hvað veldur og er leit að bilun hafin.


Rafmagn er nú framleitt með díselrafstöðvum og minni vatnsaflsvirkjunum og er gert ráð fyrir að unnt verði að ljúka tengingu allra við raforkukerfið á næstu mínútum.

Íbúar við Önundarfjörð, Súgandafjörð, Skutulsfjörð og í Bolungarvík og Súðavík eru hvattir til að fara sparlega með rafmagn svo komast megi hjá skömmtunum. Ef við sameinumst um að spara rafmagnið eru góðar líkur til að allir geti haft rafmagn meðan á viðgerð stendur.

Til baka | Prenta