Rafmagnsleysi á Ísafirði í dag

9. nóvember 2015 kl. 10:33

Klukkan 13:00 í dag verður rafmagn tekið af eftirtöldum húsum á Ísafirði.  Seljalandsvegur 2 til og með 30.  Hlíðarvegi 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22, og 24.  Og Urðarvegi 2.  

Rafmagnsleysið mun vara í 10 til 20 mínútur.  Þetta ónæði er vegna vinnu í götuskápum, verið er að styrkja og endurbæta kerfið á Hlíðarvegi.

Til baka | Prenta