Rafmagnslaust í miðbænum á Ísafirði

5. mars 2014 kl. 09:44

Á miðnætti í kvöld miðvikudagskvöldið 5. mars verður rafmagnslaust í miðbænum á Ísafirði.  Göturnar sem straumlausar verða eru Sólgata, Hrannargata, Mánagata, Mjallargata, Pólgata, Mjógata, Norðurvegur, Fjarðarstræti 21 til 39 og Hafnarstræti 19 til 21.  Þetta er sama svæði og straumlaust var 5. febrúar s.l.  En verið er að færa til fyrra horfs tengingar sem færa þurfti vegna uppsetningu nýrra rofa í spennistöð Mánagötu.  Straumleysið mun vara í u.þ.b. klukkustund.  Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta veldur.

Til baka | Prenta