Rafmagnslaust í miðbænum á Ísafirði

4. febrúar 2014 kl. 15:11
Á miðnætti miðvikudagskvöldið 5. febrúar n.k. verður rafmagnslaust í miðbænum á Ísafirði.  Göturnar sem straumlausar verða eru Sólgata, Hrannargata, Mánagata, Mjallargata, Pólgata, Mjógata, Norðurvegur, Fjarðarstræti 21 til 39 og Hafnarstræti 19 til 21.  Straumleysið mun vara í u.þ.b. klukkustund.  Þetta er vegna færslu rofa í spennistöð Mánagötu.  Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta veldur.
Til baka | Prenta