Rafmagnslaust í Flatey - Uppfærsla

23. júlí 2013 kl. 09:46

Vinnuflokkur frá Patreksfirði fór til Flateyjar og spennusetti rafkerfi OV í hlutum niður í þorp. Grunur lék á að strengur væri bilaður. Þeir voru flestir mældir en engar bilanir fundust og því kláraðist að koma rafmagni á alla eyjuna. Ekki er komin niðurstaða um hvað bilaði en greining á vandamálinu verður haldið áfram.

Til baka | Prenta