Rafmagnslaust í Flatey

17. júlí 2013 kl. 11:38

Búið er að vera rafmagnslaust í Flatey síðan í morgun, sennilega er farinn jarðstrengur. Verið að reyna að finna bilunina og aftengja strenginn þannig að aðrir notendur fái rafmagn, þ.e. að hluti af eyjunni verði með rafmagn.  Vinnuflokkur frá Patreksfirði er á leið út í eyju.

Til baka | Prenta